17.06.2013 23:00

Myndir úr 5. veiðiferð Þerneyjar RE 1, 2013


Hér kemur dágóð myndasyrpa frá þeim á Þerney RE 1, sem tekin er í yfirstandandi veiðiferð og auk myndanna er myndatextinn þeirra.


              Útgerðarstjórinn að fara yfir málin með skipstjórnarmönnum fyrir brottför


            Svo leggur hann blessun sína yfir þá báða, áður en hann gengur frá borði


                  Keli, þú ýtir bara á þennan þá fer vélin í gang, sjáðu það stendur ,,Start" og svo ýtir þú bara á ,,stopp" þegar þið komið í land, ÓKEI?


               Kokkagengið, Eyþór Kristjánsson og Kristján frændi hans sem aðstoðarmatsveinn


                                   Guðríður að reyna einhverja svaka pósu


                 ,,Brynja, ég elska þig" sagði formaðurinn líkt og kóngurinn Bubbi, forðum


                         Marin-mennirnir Skúli og Júlli, sem er í fyrsta túr með okkur


                                            Allt klárt til að leggja í 'ann


             Strákarnir komnir yfir í Helgu Maríu AK, sem er í sinni síðustu veiðiferð sem frystiskip


                             Halli og Biggi að koma með pönnuvinklana


                                      Keli að tjakka heddboltana


                                Kristján vélstjóri, hallar sér upp að vélinni


                       Félagarnir Keli og Hjalti að leggja lokahönd á verkið


               Meistarinn Eyþór Kristjánsson með purusteikina, helgin verður grazy, það eitt sem víst er


                 Kvöldsólin á Vestfjarðarmiðum. Gerist ekki mikið bera en þetta.


                                       Keli aðeins að punta gírboxið


                  Formaðurinn sem gengur undir nafninu ,,kolur" þessa daganna, eftir að við veiddum nokkur tonn af kola um daginn.


              Aðstoðarmatsveinninn Kristján, passar upp á að Eyþór frændi hans geri ekki neina gloríu í eldhúsinu


              Birgir og Tóti í kaffipásu með Ipad-inn að skipuleggja sumarfríið sem hann ætlar að bjóða mæðgunum í.


                              Formaðurinn gafst upp eftir aðeins hálfa tertu


            Úr 5. veiðiferð 2013 © myndir og myndatextar, skipverjar á 2203. Þerney RE 1.

Þessi mynd bættist við í kvöld

 

           Þau eru margvísleg verkefni skipstjórans, en hér er Ægir búinn að bregða sér í gervi tannlæknis og fór létt með