17.06.2013 20:45
Kári RE 254
Þó ég hafi oft verið talinn mikill bátagrúskari, hef ég aldrei fundið neitt varðandi þennan bát. Hann stóð uppi á Fitjum í Njarðvikur um tíma og hvarf síðan. Hvað hann hét áður, hvar hann var smíðaður veit ég ekki, en nú eru liðin a.m.k. 30 ár síðan og það sé ég á stráknum sem sést á myndunum þarna, því hann er fæddur 1969 og því er þetta tekið einhvern tímann á áttunda áratugnum, þ.e. 197 og eitthvað. Birti ég hér með myndir af bátnum, en engar skipaskrár sem ég hef komist í sýna mér neitt um bát þennan og því verður hann áfram hulinn ráðgáta.


Kári RE 254, í Njarðvik, einhvern tímann á áttunda áratug síðustu aldar © myndir Emil Páll


Kári RE 254, í Njarðvik, einhvern tímann á áttunda áratug síðustu aldar © myndir Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
