15.06.2013 19:50
Guðmundur RE 29 - í dag Sturla GK 12



1272, Guðmundur RE 29, kemur inn Stakksfjörðinn á leið til Njarðvíkur © myndir Emil Páll
Smíðanr. 6 hjá Karmsund Verft & Mek. Verksted A/S, Karmöy, Noregi 1967. Lengdur Noregi 1970. Stækkaður 1972. Yfirbyggður Noregi 1974.
Skipið var i jan 1975 talið það langbest útbúna hérlendis. Það var fyrsta skipið hérlendis sem fékk útbúnað til að stjórna spilinu frá brúnni o.fl. Þá var þetta fyrsta skipið í heiminum sem hafði sérstakan mælir til að mæla vírinn sem rennur út. Voru tæki þessi frá Rapp A/S í Noregi.
Selt úr landi til Grænlands í júní 1998. Keypt aftur haustið 2000.
Breytt í línuveiðiskip í Póllandi 2004 og var þá stærsta línuskip landsins. Kom aftur til Grindavíkur upp úr miðjum júlímánuði 2004.
Nöfn: Senior B-33-B, Senior H 033, Guðmundur RE 29, Guðmundur VE 29, Tunu GR 1895, aftur Guðmundur VE 29 og núverandi nafn Sturla GK 12.
Skrifað af Emil Páli
