14.06.2013 22:34
Guðmundur Arnar KE 200 sökk í Sandgerðishöfn fyrir rúmum tveimur áratugum
Hér
er það rækjubáturinn Guðmundur Arnar KE 200, sem kom seint að kvöldi
eða nóttu til að landi í Sandgerði einhvern tímann upp úr 1984 og í stað
þess að landa þá rækjunni var ákveðið að bíða til morguns með það og
bátnum því lagt utan á báta í langri röð. Er skipverjarnir mættu til að
landa um morgunin fundu þeir hvergi bátinn og var að lokum bent á
masturstoppa sem komu upp úr sjónum út í miðri höfninni. Þar var
báturinn sem hafði sokkið um nóttina.
Hann var svotil nýkominn úr mikilli klössun þar sem skipt var m.a. um vél ofl. og af einhverjum ástæðum dældi sjónum inn um nóttina. Það beið hans því önnur klössun eftir að hafa verið náð á þurrt að nýju, þar sem skipta þurfti m.a. um allar innréttingar.
Undir myndum kem ég með sögu bátsins í máli.
Mun ég gera tilraun til að geta hvaða bátar sjást á myndunum, þ.e. þá sem ég þekki þarna
- Myndir þessar eru fengnar að láni úr einkasafni Kristjáns Níelsen, í Sandgerði og þakka ég honum kærlega fyrir afnotin. -

Hinn sokkni er 1185. Guðmundur Arnar KE 200, Stálbáturinn er 171. Sandgerðingur GK 268 og síðan er það 1331. Margrét HF 148












1185. Guðmundur Arnar KE 200 og björgun hans í Sandgerðishöfn á níunda áratug síðustu aldar © myndir úr einkasafni Kristjáns Nielsen
Smíðanúmer 18 hjá Skipasmíðastöð Austfjarða hf., Seyðisfirði 1971. Var nýkominn úr vélaskiptum og miklum endurbótum, er hann sökk í Sandgerðishöfn einhvern tímann eftir 1984 og var því endurbyggður að nýju. Afskráður sem fiskiskip 2006. Brenndur á áramótabrennu, 31. des. 2008, á Hauganesi við Skutulsfjörð.
Nöfn: Ásgeir ÞH 198, Róbert RE 27, Emma GK 46, Látraröst ÁR 198, Hinrik ÁR 198, Hinrik KE 200, Guðmundur Arnar KE 200, Ásborg RE 15, Ásborg BA 109, aftur Ásborg RE 15, Ásborg BA 169, Ásborg BA 84 og Sigurjón BA 23
Hann var svotil nýkominn úr mikilli klössun þar sem skipt var m.a. um vél ofl. og af einhverjum ástæðum dældi sjónum inn um nóttina. Það beið hans því önnur klössun eftir að hafa verið náð á þurrt að nýju, þar sem skipta þurfti m.a. um allar innréttingar.
Undir myndum kem ég með sögu bátsins í máli.
Mun ég gera tilraun til að geta hvaða bátar sjást á myndunum, þ.e. þá sem ég þekki þarna
- Myndir þessar eru fengnar að láni úr einkasafni Kristjáns Níelsen, í Sandgerði og þakka ég honum kærlega fyrir afnotin. -
Hinn sokkni er 1185. Guðmundur Arnar KE 200, Stálbáturinn er 171. Sandgerðingur GK 268 og síðan er það 1331. Margrét HF 148
1185. Guðmundur Arnar KE 200 og björgun hans í Sandgerðishöfn á níunda áratug síðustu aldar © myndir úr einkasafni Kristjáns Nielsen
Smíðanúmer 18 hjá Skipasmíðastöð Austfjarða hf., Seyðisfirði 1971. Var nýkominn úr vélaskiptum og miklum endurbótum, er hann sökk í Sandgerðishöfn einhvern tímann eftir 1984 og var því endurbyggður að nýju. Afskráður sem fiskiskip 2006. Brenndur á áramótabrennu, 31. des. 2008, á Hauganesi við Skutulsfjörð.
Nöfn: Ásgeir ÞH 198, Róbert RE 27, Emma GK 46, Látraröst ÁR 198, Hinrik ÁR 198, Hinrik KE 200, Guðmundur Arnar KE 200, Ásborg RE 15, Ásborg BA 109, aftur Ásborg RE 15, Ásborg BA 169, Ásborg BA 84 og Sigurjón BA 23
Skrifað af Emil Páli
