14.06.2013 17:01
Haukur Böðvarsson ÍS 97 nú Valbjörn ÍS 307 og Anna SH 122 - nú í Chana

1686. Haukur Böðvarsson ÍS 97 - nú Valbjörn ÍS 307 og 7. Anna SH 122 - nú í Rússlandi © mynd Emil Páll, í Njarðvík 1985
7.
Smíðanúmer 1183 hjá Scheepswerft De Beer, Zaandam, Hollandi 1960. Yfirbyggt að hluta 1998.
Í febrúar 1991 var búið að selja skipið frá Vestmannaeyjum, er Vestmannaeyjabær notfærði sér forkaupsréttinn og því var sölunni rift. Árið 1993 var skipið þó selt aftur og var þá með skráða heimahöfn í Vestmannaeyjum til að komast hjá forkaupsrétti bæjarins.
Þann 14. feb. 1995 var skipið afskráð og átti að fargast, en lá þó alltaf við bryggju á Fáskrúðsfirði, þó svo að eigandi væri í Belize og var síðan endurskráð hingað til lands 28. feb 1998.
Skráð sem vinnubátur 2002 og 28. nóv. 2003 kom skipið til Njarðvíkur og þar var málað yfir heimahöfn og skipaskrárnúmer og 19. desember var máluð ný heimahöfn þ.e. Panama og fór skipið þannig frá Njarðvík 8. jan. 2004. en varð að snúa við og kom til Keflavíkur og kom þaðan föstudaginn 30. janúar 2004.
Selt til Rússlands 6. okt. 2003 og þaðan til Senegal 2006 og síðan til Ghana og var 2010
Nöfn: Anna SI 117, Anna SU 3, Anna GK 79, Anna SH 35, Anna AK 56, Anna SH 122, Freyr VE 700, Sigurvík VE 700, Stokksnes VE 700, Drandey (Belize), Stokksnes RE 123, Stokksnes 123-RE, Nonni ÞH 89, Stokksnes RE 123, Stokksnes (Rússlandi), Stokksnes HO 3564 ( Senegal) og 2010 hét það Surprise ( Ghana)
1686.
Smíðanúmer 3 hjá Vélsmiðjunni Herði hf., Njarðvík 1985. Gefið nafn 25. ágúst 1984, sjósettur 28. ágúst og afhentur Þorsteini hf., 28. janúar 1985.
Kom fyrst til Suðurnesja undir Gullþórsnafninu á skírdag, 12. apríl 1990 og þá til Njarðvíkur.
Fyrsta skipið hérlendis með MTU-vél.
Lengdur, breikkaður, settar nýjar síður og perustefni hjá Naval skipasmíðastöðinni í Gdynia, Póllandi 1996. Framkvæmdir tóku fimm mánuði og lauk þeim í október. Ný brú, nýr afturendi, lenging o.fl. unnin hjá Skipasmíðastöðinni Morcsa í Póllandi hausti 2000.
Nöfn: Haukur Böðvarsso ÍS 847, Gullþór KE 70, Gullþór EA 701, Kristján Þór EA 701, Gunnbjörn ÍS 302, Gunnbjörn ÍS 307 og núverandi nafn: Valbjörn ÍS 307.
