13.06.2013 11:07
Moby Dick í hvalaskoðun og ábendingar úr landi

46. Moby Dick, í Njarðvíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 13. júní 2013
Fyrirtækið Hvalaskoðun Keflavíkur mun nú innan nokkra daga hefja skipulegar hvalaskoðunarferðir frá Keflavík á Moby Dick. Að sögn Helgu Ingimundardóttur, forstjóra fyrirtækisins er búið að fullráða áhöfn á skipið, en auk áhafnarmiðlima verður um borð fulltrúi frá Rannsóknarteymi sem staðsett er á Garðskaga og þaðan munu berast boð til skipsins um hvar séu hvalir og þá er hægt að sigla beit á staðinn. Teymi þetta fylgist með ferðum hvala á svæðinu.
Eins og ég sagði frá fyrir nokkrum dögum er hér á ferðinni hvalaskoðunar skip sem áður bar þetta nafn, en var upphaflega farþegaskipið Fagranes sem gert var út við Ísafjarardjúp.

Helga Ingimundardóttir, forstjóri Hvalaskoðunar Keflavíkur, við hlið Moby Dick í Njarðvíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 13. júní 2013
Skrifað af Emil Páli
