12.06.2013 19:00

Togari bakkaði á fiskibát og báðir steinsukku í höfninni. Myndræn frásögn og saga beggja skipanna

Þann 13. janúar 1986, bakkaði togarinn Þórhallur Daníelsson stjórnlaust á Hafnarey SF 36 í Hornafjarðarhöfn og steinsukku bæði skipin. Hér á eftir mun ég birta myndir frá atburðinum svo og sögu og myndasyrpur beggja skipanna.

                                                         Óhappið


     1449. Þórhallur Daníelsson SF 71 lagðist á hliðina og neðst í vinstra horninu sést yfirbygging 469. Hafnareyjar SF 36


    1449. Þórhallur Daníelsson SF 71 á hliðinni í höfninni og til hliðar við hann má sjá 469. Hafnarey SF 36, sokkna við bryggjuna ( aðeins stýrishúsið og möstrin sjást).


    1449. Þórhallur Daníelsson á hliðinni og sokkinn í höfninni © myndir Hilmar Bragason

Eins og segir fyrir ofan myndirnar bakkaði togarinn stjórnlaust á Hafnarey og sukku bæði skipin, auk þess sem togarinn lagðist á hliðina í Hornarfjarðarhöfn 13. janúar 1986. Framhald málsins kemur fram undir umsögnum og myndum af skipunum.

                            Erlingur GK 6 / Þórhallur Daníelsson SF 71


   
1449. Erlingur GK 6, í Keflavíkurhöfn, en þangað kom hann nýr. © mynd Emil Páll, 23. desember 1975


                                  1449. Erlingur GK 6 © mynd úr Ægi


                                 Líkan af Erlingi GK 6 © mynd Emil Páll


                   1449. Þórhallur Daníelsson SF 71 © mynd Þór Jónsson


                1449. Þórhallur Daníelsson SF 71 © mynd Þór Jónsson


                         1449. Þórhallur Daníelsson SF 71 © mynd Þór Jónsson

Smíðanúmer 59 hjá Sterkoder Mekverksted, Kristiansund, Noregi 1975. Seldur úr landi til Nýja Sjálands 19. nóvember 1993. Stækkaður og breytt í flutningaskip fyrir lifandi nautgripi og önnur dýr 2009.

Togarinn kom í fyrsta sinn hingað til lands, til Keflavíkur á Þorláksmessu, 23. desember 1975. Þann 23. mars 1976 kom hann fyrst til löndunar í Sandgerði og var þá fyrsti togarinn sem þangað hafði komið að bryggju.

Eftir að hafa verið bjargað úr höfninni var gert við hann og var hann síðan gerður út undir þessu sama nafni til ársins 1992.

Nöfn: Erlingur GK 6, Þórhallur Daníelsson SF 71, Baldur EA 71 og Baldur og heldur hann því nafni erlendis enn þann dag í dag.

                                     
                              Lyngey SF 61 / Hafnarey SF 36



                       469. Lyngey SF 61 © mynd Snorrason


                          469. Hafnarey SF 36 © mynd Hilmar Bragason


                               469. Hafnarey SF 36 © mynd Þór Jónsson


                          469. Hafnarey SF 36 © mynd Snorrason


   469. Hafnarey SF 36, í Keflavíkurhöfn, eftir að honum hafði verið bjargað úr höfninni á Hornarfirði og siglt suður © mynd Emil Páll, 1986.


Smíðaður í Frederikssund, Danmörku 1961. Tekinn af skrá 1986.

Eftir að hann sökk í höfninni eins og áður hefur verið sagt frá var honum bjargað upp og gefinn Björgunarfélaginu á staðnum, sem seldi hann til Dráttarbrautar Keflavíkur, sem ætlaði að gera hann upp. Var bátnum siglt fyrir eigin vélarafli til Keflavíkur,
Báturinn fékkst hinsvegar ekki skráður á ný og stóð í stappi í nokkurn tíma og á meðan stóð báturinn uppi í Keflavíkurslipp. Þegar Dráttarbrautin var gjaldþrota, var endanlega ákveðið að endurbyggja hann ekki. Var hann því bútaður í tvennt 23. maí 1990 og brenndur  á áramótabrennu við Aðalgötu í Keflavík það sama ár.

Nöfn: Guðbjartur Kristján ÍS 268, Dan ÍS 268, Hvanney SF 61, Lyngey SF 61, Andri SF 50 og Hafnarey SF 36.