12.06.2013 18:01
Sveinn Jónsson KE 9

1342. Sveinn Jónsson KE 9 © mynd af málverki, Emil Páll
Smíðanúmer 53 hjá Storviks, Mek. Verksted A/S, Kristiansund, Noregi 1973. Seldur úr landi til Cape Town í Suður-Afríku í júni 2000.
Sjöstjarnan hf. gekk inn í kaupin eftir eftir að togarinn hafi nýlega verið gefið nafnið Afford og því var það fyrirtæki í raun fyrstu útgerðaraðilar og eigendur togarans.
Dagstjarnan var fyrsti skuttogari Suðurnesja og kom fyrst til Njarðvíkur 14. nóvember 1973.
Nöfn: Afford, Dagstjarnan KE 9, Sveinn Jónsson KE 9 og núverandi nafn: Sveinn Jónsson OTA-747-D
Skrifað af Emil Páli
