12.06.2013 11:13
Arnarborg GK 75 - í dag Elding
Skip
þetta sem er íslensk smíði, hefur gengt ýmsum hlutverkum á þeim rúmu 40
árum sem liðin eru síðan smíði þess lauk. Það hefur verið
björgunarskip, fiskiskip, dráttarskip, skemmti- og dráttarskip og síðan
skemmtiskip fyrir 100 farþega. Var þó í upphafi smíðaður eftir
teikningum af tundurskeytabáti.

1047. Arnarborg GK 75 © mynd tekin af málverki, Emil Páll
Smíðanúmer 3 hjá Stálskipasmiðjunni hf., Kópavogi 1967, eftir teikningum af kanadískum tundurskeytabáti. Lengdur Hafnarfirði 1971. Endurbyggður af Þorgeir Jóhannssyni, bróður Hafsteins Jóhannssonar upphaflegs eiganda, í Kópavogshöfn 1995-1996 og breytt þá í skemmtibát.
Til ársins 1971 var báturinn björgunarskip, þá fiskiskip til ársins 1981, dráttarskip til 1995, skemmti- og dráttarskip fram í maí árið 2000, en þá var það skrá sem skemmtiskip fyrir 100 farþega.
Meðan Þorgeir stóð að endurbótum var skipið tekið af skrá 20. janúar,1995 til geymslu og síðan endurskráð 1996. Skipið hafði þá legið í Kópavogshöfn frá 1994.
Heimahafnir skipsins hafa verið: Þaravellir, Sandgerði, Reykjavík, aftur Sandgerði, Hafnarfjörður og nú Reykjavík.
Nöfn: Elding MB 14, Hafaldan MB 14, Arnarborg GK 75, Arnarborg EA 316, Arnarborg, Orion og núverandi nafn: Elding

1047. Arnarborg GK 75 © mynd tekin af málverki, Emil Páll
Smíðanúmer 3 hjá Stálskipasmiðjunni hf., Kópavogi 1967, eftir teikningum af kanadískum tundurskeytabáti. Lengdur Hafnarfirði 1971. Endurbyggður af Þorgeir Jóhannssyni, bróður Hafsteins Jóhannssonar upphaflegs eiganda, í Kópavogshöfn 1995-1996 og breytt þá í skemmtibát.
Til ársins 1971 var báturinn björgunarskip, þá fiskiskip til ársins 1981, dráttarskip til 1995, skemmti- og dráttarskip fram í maí árið 2000, en þá var það skrá sem skemmtiskip fyrir 100 farþega.
Meðan Þorgeir stóð að endurbótum var skipið tekið af skrá 20. janúar,1995 til geymslu og síðan endurskráð 1996. Skipið hafði þá legið í Kópavogshöfn frá 1994.
Heimahafnir skipsins hafa verið: Þaravellir, Sandgerði, Reykjavík, aftur Sandgerði, Hafnarfjörður og nú Reykjavík.
Nöfn: Elding MB 14, Hafaldan MB 14, Arnarborg GK 75, Arnarborg EA 316, Arnarborg, Orion og núverandi nafn: Elding
Skrifað af Emil Páli
