11.06.2013 17:38

Sigurjón GK 49


                                      963. Sigurjón GK 49 © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 90 hjá Fredrikshavn Skipsbyggeri A/S, Fredrikshavn, Danmörku 1963.

Báturinn var seldur til Noregs 1995. eftir úreldingu hér heima þ. 21. mars 1995. Kaupandi var íslendingurinn Lárus Ingi Lárusson sem bjó í Stavanger í Noregi. Ætlaði hann að gera bátinn upp í Noregi til endursölu. Þá hafði hann búið ytra í 12 ár. Sigldi hann bátnum út í samfylgd annars sem hann hafði einnig keypt í sama tilgangi (nr. 643). Lagði hann af stað frá Vestmanneyjum í lok sept. 1995 og komst með aðstoð færeyskt varðskips til Þórshafnar í Færeyjum og þaðan var síðan haldið áfram til Noregs 29. sept.

Nöfn: Ágúst Guðmundsson II GK 94, Sigurjón GK 49, Ver NS 400, Jónína ÍS 93, Jóhannes Ívar KE 85 og Júlíus ÁR 111, en um nöfn eftir ferðina til Noregs er ekki vitað.