11.06.2013 12:45
Pólstjarnan ÍS 85 - húsið flutt á Þorstein KE 10
724. Pólstjarnan ÍS 85, í Sandgerði © mynd Emil Páll
Smíðaður á Ísafirði 1938. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 3. nóv. 1983. Skrokkurinn var þá fluttur til Sandgerðis þar sem ýmislegt nýtilegt var tekið úr honum og síðan fargað. M.a. var stýrishúsið flutt á 357. Þorstein KE 10 sem þá var. Umræddur bátur (357) hefur sokkið tvisvar í Reykjavíkurhöfn á síðustu misserum, en nafn hans þar var Ver RE 112.
Bar aðeins þetta eina nafn Pólstjarnan ÍS 85
Skrifað af Emil Páli
