11.06.2013 09:45

Jón Oddsson GK 14


              620. Jón Oddsson GK 14 © mynd í eigu Emils Páls, ljósm. ókunnur

Smíðaður á Ísafirði 1960. Helga Björg HU 7, kom með bátinn, logandi til hafnar í Keflavík, 25. ágúst 1971, eftir að eldur hafði komið upp úti á miðunum. Báturinn var síðan tekinn upp í Dráttarbraut Keflavíkur þar sem það átti að endurbyggja hann, en hann var þó dæmdur ónýtur árið eftir. Þeir hjá Dráttarbrautinni ætluðu samt að endurbyggja bátinn og stóð hann uppi í slippnum í Keflavík í mörg ár, en aldrei varð sú raunin á og var hann að lokum brenndur í slippnum

Nöfn: Hjálmar NK 3 og Jón Oddsson GK 14