11.06.2013 08:50
Hrönn GK 240

589. Hrönn GK 240 © mynd af teikningu Emil Páll
Smíðanr. 3 hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf., Keflavík 1944. Dæmd ónýt vegna fúa 6. sept. 1967. Rennt á land á Fitjum í Njarðvík, rétt sunnan við Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. og brennd þar. Flakið var hálfbrunnið þar til 20. sept. 1990 að það var fjarlægt.
Egill Þorfinnsson, Keflavík teiknaði bátinn og var þetta fyrsti báturinn sem hann teiknaði og smíðaði.
Nöfn: Hrönn GK 240 og Hrönn HU 15.
Skrifað af Emil Páli
