10.06.2013 10:45

Mánatindur GK 240 utan á Haffara GK 240




        181. Mánatindur GK 240, utan á 78. Haffara GK 240, í Njarðvíkurhöfn © myndir Emil Páll, 1984

78.

Smíðanr. 410 hjá V.E.B. Volkswerft Stralsund í Stralsundi í Þýskalandi 1959. Eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar og var eitt af 12 systurskipum sem komu hingað til lands og gengu undir nafninu Tappatogarar. Afhentur nýr 1. mars 1959. Fiskiskip til 1964, þá hafrannsóknarskip og síðan aftur fiskiskip frá 1978. Yfirbyggður 1979. Endurbyggður hjá Marsellíusi á Ísafirði 1986. Komst a spjöld sögunnar i janúar 1999 er hann var gerður út kvótalaus til þess eins að fá á sig dóm. Átti að úreldast 1995, en hætt var við það og eins var búið að selja hann til Esbjerg í Danmörku í Pottinn í júní 2008, en hann fór ekki og aftur var hann seldur þangað í nóvember 2008, en fór þá ekki heldur og er enn í útgerð.

ER ÞVÍ Í DAG EINI ,,TAPPATOGARINN" SEM ENN ER TIL.

Nöfn: Hafþór NK 76, Hafþór RE 75, Haffari SH 275, Haffari GK 240, Haffari ÍS 430, Haffari SF 430, Erlingur GK 212, Vatneyri BA 238 og núverandi nafn Ísborg ÍS 250

181.

Smíðanúmer 402 hjá V.E.B. Volkswerft Stralsund, Austur-Þýskalandi 1958 og var eitt af 12 systurskipum sem gengu undir nafninu ,,tappatogarar" og voru teiknaðir af Hjálmari R. Bárðarsyni.

Úreldur í sept. 1983. Seldur Stálfélagin til bræðslu, en dreginn út til Grimsby í Englandi í sept. 1984.

Nöfn: Sigurður Bjarnason EA 450, Hafnarnes SI 77, Mánatindur SU 95 og Mánatindur GK 240