10.06.2013 08:46

Njörður ÁR 38


                    137. Njörður ÁR 38 o.fl. í Þorlákshöfn fyrir áratugum síðan


           137. Njörður ÁR 38 í Þorlákshöfn © myndir Emil Páll, öðru hvoru megin við 1990

Smíðanúmer 32 hjá Van Bennekum Zaandan, Sliedrecht, Hollandi 1960. Úreltur í sept. 1992, en settur aftur á skrá í desember 1992.

Lá í Hafnarfjarðarhöfn frá því snemma árs 2005 til október 2006. Breytt í snurvoðarbát 2006. Aftur lagt í Hafnarfjarðarhöfn fyrir nokkrum árum og stóð til að brytja hann niður fyrst í Njarðvik en í ársbyrjun var hann dreginn á uppfyllingu í Hafnarfjarðarhöfn, en veit að vísu ekki hvort búið er að brjóta hann niður þar, en staðið hefur lengst á því að á honum hvílir of mikið til að það hafi verið framkvæmanlegt

Nöfn: Gjafar VE 300, Kristján Valgeir GK 410, Sigurður Bjarni GK 410, Lárus Sveinsson SH 126, Njörður ÁR 9, Njörður ÁR 38, Jóhanna ÁR 206, Sandvíkingur ÁR 14, Þórdís BA 74, Surprise HU 19, Surprise ÍS 46 (innan við mánuð), aftur Surprise HU 19 og núverandi  eða alla vega síðasta nafn Surprise HF 8