05.06.2013 13:04
Garðmennirnir Baldur Konráðsson og Geir Garðarsson og skemmtileg tilviljun
Um síðustu helgi vakti mikla athygli myndasyrpur frá Baldri Konráðssyni. Hann er Garðmaður eins og Geir Garðarsson fyrrum skipstjóri, en þeir báðir hafa lánað mér mikið af myndum sem ég mun hefja birtingu á í kvöld og svo annað kvöld og næstu daga þar á eftir.
Baldur Konráðsson á yngri árum en þessi mynd birtist einnig um síðustu helgi, en þá var hann með öðrum á myndinni.

Geir Garðarsson
- Sendi ég þeim báðum miklar þakkir fyrir myndir þessar sem sumar hverjar eru algjörir gullmolar -
Talandi um Geir Garðarsson, þá er hann þekktur m.a. sem skipstjóri á bátum með nafninu Helga RE og hér birti ég skemmtilega tilviljun sem á við um hann, nöfn bátanna, nafn útgerðarinnar og nafn og föðurnafn konu hans.
Geir hefur stjórnað eins og áður segir bátum með nafninu Helga og eru þær sex að tölu, sem hann hefur verið með og nafn fyrirtækisins er Ingimundur hf. Höfðu því margir gaman að því þegar kona hans var kynnt fyrir útgerðinni, því hún heitir Helga Ingimundardóttir.
