Þann 21. janúar á síðasta ári voru liðin 30 ár síðan belgíski togarinn Pelagus strandaði skammt sunnan við Prestabót austan í Heimaey, Vestmannaeyjum Foráttubrim var um nóttina en belgíski togarinn varð vélarvana og hafði verið í togi annars belgísks togara þegar togvírinn slitnaði þannig að Pelagus rak að landi. Fjórir menn fórust í slysinu, tveir úr áhöfn togarans og tveir björgunarmenn.
03.06.2013 22:30
Frá strandi Pelagus við Vestmannaeyjar fyrir 31 ári
Sex skipverjum var bjargað í land í þessu skelfilega slysi en þeir sem fórust voru Hannes Kristinn Óskarsson, 23 ára sveitaforingi Hjálparsveitar skáta, Vestmannaeyjum, Kristján K. Víkingsson, 32 ára heilsugæslulæknir í Eyjum, Gilbert Stevelinck 17 ára og Patrick Maes 20 ára en þeir tveir síðarnefndu voru í áhöfn skipsins.
Á forsíðu Morgunblaðsins 22. janúar 1982 segir svo frá slysinu:
"Skelfingu lostnir og án þess að eiga nokkra möguleika á að veita hjálp fylgdust tugir björgunarsveitamanna með baráttu læknis og sveitarforingja hjálparsveitar skáta upp á líf og dauða, um borð í belgíska togaranum Pelagus á strandstað í Eyjum skömmu fyrir hádegi í gær eftir að þeir höfðu freistað þess að bjarga síðasta skipverjanum frá borði, 17 ára gömlum pilti. Festust björgunarmennirnir í veiðarfærum skipsins og fórust þar, í aðeins um það bil 20-30 metra fjarlægð frá 12-15 metra háum hamravegg, sem drynjandi austanbrim barði í sífellu og var brimið slíkt að það svipti togaranum til eins og fis væri á klöppunum. Voru björgunarmennirnir staðsettir á brún hamarsins og lá taug með björgunarstól þaðan og út í skipið."
Hér koma myndir frá strandinu, sem Ólafur Guðmundsson heimilaði mér að birta og sendi ég honum kærar þakkir fyrir.







Pelagus, á strandstað við Vestmannaeyjar, 21. janúar 1982 © myndir Ólafur Guðmundsson
Hér koma myndir frá strandinu, sem Ólafur Guðmundsson heimilaði mér að birta og sendi ég honum kærar þakkir fyrir.







Pelagus, á strandstað við Vestmannaeyjar, 21. janúar 1982 © myndir Ólafur Guðmundsson
Skrifað af Emil Páli
