30.05.2013 23:00
Sjómannakveðja - Akurey RE 6 - Pálína Ágústsdóttir GK 1 - Ambassador - Svalbarðseyrarviti

Hér kemur syrpa með bæði nýjum og gömlum myndum en undir myndunum er sagt stundum meira en bara nöfnin sem sjást á myndunum.

233. Akurey RE 6 © mynd úr safni Baldurs Konráðssonar
Þessi bátur er enn í fullri útgerð, nokkuð breyttur að vísu og stundar netaveiðar frá Suðurnesjum og ber nafnið Erling KE 140



2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1, hjá Sólplasti í dag og eins og sést á tveimur myndanna er húsið ekki alveg nógu stórt fyrir bátinn og þá er því bara reddað © myndir Emil Páll, 30. maí 2013
Báturinn er í viðhaldi hjá Sólplasti auk þess sem sett verður í hann astiktæki. En Sólplast er nú með vinnu við þrjú skip í gangi, þ.e. skúta sem er í viðgerð og er langt komið með hana og í bátaskýlinu í Njarðvikurslipp er Daðey GK 777 og þar er Sólplast einnig að annast viðhald, en vélin fór í viðgerð til Reykjavíkur.


2848. Ambassador í Reykjavíkurhöfn í gær © myndir Ambassador Akureyri Whale Watching, 29. maí 2013
Báturinn fór í sjó fyrir helgi eftir miklar breytingar, en þá kom í ljós titringur í skrúfunni og því var báturinn tekinn upp að nýju og það lagfært, en síðan sjósettur aftur í gær og þá var siglt til Reykjavíkur þar sem fram fór m.a. hallaprófun.



Svalbarðseyrarviti og undir efstu af þessum þremur sjást tveir litlir bátar undir segli © myndir Sigurbrandur Jakobsson, í gær 29. maí 2013
