29.05.2013 22:45

Rafn KE 41 í dag: Myndir teknar bæði í Ólafsvík og Keflavík af honum á sama degi

Það er ekki oft sem maður nær að taka myndir af sama bátnum á sama degi í tveimur höfnum, þar sem nokkur vegalengd er á milli. Það gerðist þó í dag, er ég tók mynd af bátnum í smábátahöfninni í Ólafsvík og síðan þegar hann tók olíu klukkan rúmlega 13 og tók síðan á móti honum í Grófinni í Keflavík kl. 18.30. Birti ég hér syrpu sem ég tók við þetta tækifæri, að vísu er ein myndanna sú sem sýnir hann við olíudæluna frekar slöpp en leyfi hanni samt að koma með.

Það er af þessu báti að frétta að trúlega er búið að selja hann til Djúpavogs og verður hann settur á bíl sem flytur hann austur, nú fyrir helgi.


                            7212. Rafn KE 41, í smábátahöfninni í Ólafsvík í morgun












                  Báturinn siglir frá smábátahöfninni í Ólafsvík upp úr hádeginu í dag og að olíudælu í höfninni


                           Þessi lélega mynd sýnir hann við olíudæluna í Ólafsvík

Ekki hafði ég tíma til að fylgjast með því hvað gerðist næst hjá bátnum, en brunaði suður og hér koma myndir sem ég tók af honum koma inn í smábátahöfnina í Grófina um kl. 18.30. Veit ég það að frá bátnum sást óvænt sjónarspil á miðunum þar sem höfrungar og súlur léku stórt hlutverk auk þess sem siglt var fram hjá mörgum bátum á miðunum.












                7212. Rafn KE 41, í Grófinni í Keflavík á 19. tímanum í kvöld. Ef rétt er um söluna sem sagt er frá fyrir ofan myndirnar, fer báturinn á vörubílspalli, austur á Djúpavog, jafnvel á föstudag © myndir Emil Páll, í Ólafsvík og Keflavík í dag, 29. maí 2013