29.05.2013 21:00
Pálína Ágústsdóttir GK 1, komin til Sólplasts
Jæja þá er Pálína Ágústsdóttir GK 1 loksins komin til Sólplasts í Sandgerði eftir hið furðulega ferðalaga sem báturinn þurfti að fara í til að komast þangað. Hófst ferðin með því að bátnum var siglt frá heimahöfn hans í Sandgerði, til Njarðvikur þar sem það var tekið upp í Gullvagninn sem flutti bátinn síðan yfir heiðina til heimahafnar á ný, en þó ekki til sjávar heldur til Sólplasts. Frá þessu hef ég sagt ítarlega frá fyrir nokkrum dögum en hér koma myndir frá síðasta hluta ferðarinnar.

2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1, bíður tilbúinn á Gullvagninum í morgun eftir að leggja af stað frá Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll, 29. maí 2013


Báturinn skríður á Gullvagninum, í lögreglufylgd upp Grænásbrekkuna © myndir vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, 29. maí 2013













2640. Pálína Ágústsdóttir kominn á athafnarsvæði Sólplasts og inn í hús á tveimur þeim neðstu © myndir frá Sólplasti, frá því í dag 29. maí 2013
