28.05.2013 14:10

Keilir borar á Hofsósi

Hér sjáum við hinn fallega eikarbát Keili SI 145 við borun á Hofsósi í morgun, en þar er hann að bora fyrir festingum á nýrri flotbryggju. Er mér kunnugt um að þetta er a.m.k. þriðja borverkefnið sem hann tekur að sér nú á skömmum tíma. Áður hef ég birt myndir af honum er hann var að bora varðandi fiskeldi í Vatnsleysuvík og þar að auki veit ég að hann var að koma úr borun á Sauðárkróki.














              1420. Keilir SI 145, við borun, á Hofsósi í morgun © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 28. maí 2013