26.05.2013 23:00
Sigldi frá Sandgerði til Njarðvikur og þar tekinn upp á vagn sem mun draga hann til Sólplasts
Þessar myndir tók ég rétt fyrir kvöldmat í kvöld af Pálínu Ágústsdóttur GK 1, á Stakksfirði, þ.e. út af Keflavíkinni og síðan er hann kom til Njarðvikur í ekkert skemmtilegu ferðaveðri. Ferðalag þetta er sökum þess að stærri plastbátanna er erfitt að taka upp í Sandgerði, þó svo að þeir séu að fara í lagfæringu t.d. hjá Sólplasti í Sandgerði. Var bátnum því siglt yfir til Njarðvíkur þar sem hann verður tekinn upp á Gullvagninn og þrifinn í Njarðvikurslipp áður en hann verður dreginn á vagninum til Sandgerðis, þaðan sem hann kom í dag. Já það er stundum ýmislegt undarlegt í þessari veröld, en hvað um það þessar myndasyrpu tók ég við þetta tækifæri.





















2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1, á Stakksfirði og Njarðvik í dag © myndir Emil Páll, 26. maí 2013
