26.05.2013 21:30
Grófin - Bláfell, Ásbrú - Sólplast, Sandgerði - Grófin
Síðastliðinn föstudag birti ég frásögn sem vakti mikla athygli og var um bátinn Jóa á Nesi SH 159, sem búið var að sjósetja í Grófinni, en um er að ræða nýsmíði frá Bláfelli á Ásbrú. Þá sagði ég frá ferðalagi bátsins aftur upp á Ásbrú og síðan út í Sandgerði þar sem Sólplast tók að sér að koma bátnum í það lag sem Siglingamálastofnun hafði farið fram á.
Í dag fór báturinn síðan frá Sólplasti og aftur niður í Gróf og var sjósettur enn á ný og birti ég hér myndir af því ferðalagi. Syrpa þessi er fyrri syrpa kvöldsins og hin tengist líka Sólplasti.
![]()


Kristján Nielsen, dró bátinn út úr húsinu þar sem hann hafði verið lagfærður


Þar tók Björn Marteinsson flutningabílstjóri við bátnum og lyfti honum upp á flutningavagn



Björn bakkar með bátinn á flutningavagninum frá Sólplasti og út á götu

Lagt af stað frá Sandgerði


Komið í Grófina, Keflavík með bátinn





![]()



7757. Jói á Nesi SH 159, sjósettur í annað sinn á stuttum tíma, í Grófinni í Keflavík. Hvíti bletturinn sem sést hægra megin neðanlega á nokkrum myndanna, er rigningadropi sem fallið hefur á linsuna

Sjósetningu lokið © myndir Emil Páll, í dag, 26. maí 2013
