25.05.2013 23:00
Olsen - bátarnir
Á níunda áratug síðustu aldar og eitthvað fram á þá tíunda smíðaði Vélsmiðja Ol. Olsen hf., í Njarðvik litla stálbáta, sem Karl Olsen yngri teiknaði. Ekki man ég alveg hversu margir bátarnir voru, en þó ótrúlegt sé þá eru þeir allir í gangi ennþá nema einn sem valt og sökk út af Þjósársósi, á leið til nýrra eiganda.
Í framhaldi af þessi óhappi var bátunum breytt nokkuð og þeir eldri breikkaðir. Sumir hinna hafa síðan farið í gegn um miklar breytingar og stækkanir.
Hér birti ég myndir af fyrstu bátunum, þegar verið var að grunna þá, en hvaða bátar þetta eru er ég alls ekki viss um.





Stálbátar í smíðum hjá Vélsmiðju Ol. Olsen í Njarðvik á síðari hluta áttunda áratugs síðustu aldar © myndir Emil Páll
Í framhaldi af þessi óhappi var bátunum breytt nokkuð og þeir eldri breikkaðir. Sumir hinna hafa síðan farið í gegn um miklar breytingar og stækkanir.
Hér birti ég myndir af fyrstu bátunum, þegar verið var að grunna þá, en hvaða bátar þetta eru er ég alls ekki viss um.





Stálbátar í smíðum hjá Vélsmiðju Ol. Olsen í Njarðvik á síðari hluta áttunda áratugs síðustu aldar © myndir Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
