24.05.2013 18:00

Málmey og Kringla - skemmtileg frásögn

Skemmtileg frásögn sem Þorgrímur Ómar Tavsen, hefur geymt hjá sér og birtist hér um efni það sem sést á myndinni.
Sést þarna Málmey og hluti hennar sem nefndist Kringla og í desember 1918, opnaðist þarna og nú gutlar sjór þarna á milli.
Raunar var það þannig þegar þetta gerðist í des. 1918 að menn fóru klofvega þarna á milli til að sækja rollur og þannig var það þegar ábúandinn flutti í land og síðan þegar hann kom kom í eyjuna degi síðar, hafði bergið hrunið þarna niður um nóttina og var því opið. Síðan hefur þetta skarð þarna á milli farið stækkandi.


                  Málmey og Kringla © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 24. maí 2013