24.05.2013 17:30

Nýjar verklagsreglur urðu til þess að Sólplast kláraði Bláfellsbát

Eftir hádegi í dag var bátur sem fyrir skömmu var sjósettur í Grófinni í Keflavík sem nýsmíði hjá Bláfelli á Ásbrú, fluttur til Sólplasts í Sandgerði. Um er að ræða bátinn Jóa á Nesi SH 159 og að sögn útgerðarmanns bátsins setti Siglingamálastofnun út á ýmis atriði við skoðun á bátnum í Grófinni og því tók hann bátinn á land og flutti að nýju til Bláfells á Ásbrú, svo þeir gætu klárað það sem að var.
Þá var fyrirtækið í nokkra daga fríi um hvítasunnuna og því var ekkert gert í bátnum. Tók hann því þá ákvörðun í dag að flytja bátinn annað og varð Sólplast fyrir valinu, en eins og kunnugt er varð bruni í húsi Bláfells í núna í vikunni og telur eigandinn að það hefði verið hægt að vera búið að gera við þetta áður en til brunans koma.
Elías Ingimarsson hjá Bláfelli var ekki sammála því  og sagði að upphaflega hefði nýjar verklagsreglur hjá Siglingamálastofnun orðið til þess að taka þurfi bátinn á land og ekki mátti gera við þetta utan dyra vegna hitastigs og því hefði staðið til að taka hann inn í hús morguninn eftir að menn mættu eftir hvítasunnuna, en um kvöldið áður varð bruninn og því fór sem fór.
Að sögn Kristjáns Nielsen hjá Sólplasti er hér um dagsverk að ræða, þannig að þetta á að klárast yfir helgina.

Hér koma myndir sem ég tók í dag þegar komið var með bátinn til Sólplasts í Sandgerði.


                 Björn Marteinsson, kemur með 7757. Jóa á Nesi SH 159, til Sólplasts í Sandgerði í dag og eins og sést var hann strax tekinn þar inn í hús © myndir Emil Páll, 24. maí 2013