23.05.2013 21:30

Una í Garði GK 100




                           1207. Una í Garði GK 100 © myndir Emil Páll

Smíðanúmer 56 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri og nr. 35 hjá Dröfn hf., Hafnarfirði, árið 1971. Skipið var númer 2 af 14 raðsmíðaflokki 105-150 tonna stálskipa hjá Slippstöðinni hf., Akureyri. Skrokkurinn var smíðaður á Akureyri og síðan dreginn til Hafnarfjarðar þar sem hann var hann var fullgerður. Lengdur í Hafnarfirði 1974. Yfirbygging 1977. Stytting og aðrar fjölþættar breytingar s.s. sleginn út að aftan og sett á hann skutrenna, perustefni ofl. í Nordship skipasmíðastöðinni i Gdansk í Póllandi, veturinn 2000.

Fórst norður af Málmey á Skagafirði 17. júlí 2001 og með honum tveir menn.

Nöfn: Sigurbergur GK 212, Geiri Péturs ÞH 344 og Una í Garði GK 100