23.05.2013 14:20

Myndir frá brunaskemmdum í Bláfelli þ.e. af Óríon BA 34

Ljóst er að aðalvél Óríon BA 34, er trúlega ónýt eftir brunann í Bláfelli á Ásbrú í fyrrakvöld, einnig allt rafmagn bátsins. Þá þarf trúlega að pússa afturenda bátsins og setja síðustu yfirferðina að nýju. Aðrir bátar sem voru á staðnum sluppu við eldsvoðann. Sjálfvirka slökkvikerfið bjargaði því að húsið fór ekki allt saman, en fyrir utan þess að sprauta vatni yfir allt, þá lokuðst eldvarnarhurðir, þannig að eldurinn komst ekki lengra, þó sót hafi gert það.

Hér eru myndir sem ég tók núna eftir hádegi á staðnum.










              Ljóst er að þrífa þarf bátinn og á þessari síðustu sést að fara þarf yfir plastið á 7742. Óríon BA 34, eftir brunann í fyrrakvöld í Bláfelli á Ásbrú sem talin er vera íkveikja.




           Hér fyrir aftan bátinn hefur trúlega einhverjum eldfimum vökva verið slett á gólfið og kveikt þar í © myndir Emil Páll, í dag, 23. maí 2013