22.05.2013 23:00

Útflutningur Sólplasts á yfirbyggingu sótt í dag

Fljótlega eftir áramót sagði ég frá því að Sólplast væri að útbúa yfirbyggingu sem færi til Noregs og ekki bara það, því hún fer á fyrrum íslenskan bát Selmu Dögg BA 21, en eigandi hans flutti með hann til Noregs fyrir nokkrum árum og hefur nú selt hann innan Noregs. Benti hann nýju eigendunum á að Sólplast lauk í fyrra við yfirbyggingu á samskonar bát Berg Vigfús GK og því væri kjörið að fá fyrirtækið til að gera aðra slíka yfirbyggingu sem yrði flutt til Noregs, í hlutum þ.e. hún yrði sett saman ytra og á bátinn.
Lauk Sólplast við að gera yfirbygginguna í vetur, en hún var þó ekki sótt fyrr en í dag og tók ég þá þessar myndir.


                                         Inn í þennan bíl var yfirbyggingin sett












             Yfirbyggingin var sett öll inn í þennan bíl og sjáum við hana alla komna þangað inn á neðstu myndinni. Maðurinn í bláa samfestingnum sem sést á fjórum myndanna er Kristján Nielsen, hjá Sólplasti © myndir Emil Páll, 22. maí 2013