22.05.2013 17:45
Lilli Lár GK 413


890. Lilli Lár GK 413, að koma inn til Sandgerðis fyrir áratugum síðan © myndir Emil Páll
Smíðaður í Reykjavík 1961. Skemmdist af eldi í Patreksfjarðarhöfn 7. okt. 1971. Dæmdur ónýtur, en settur aftur á skrá eftir að hafa verið endurbyggður á Patreksfirði 1971-1973. Fargað 20. des. 1991.
Nöfn: Víkingur GK 331, Víkingur II GK 331, Kópur KE 132, Elín Einarsdóttir BA 89, Villi AK 50, Villi ÞH 214, Lilli Lár GK 413, Bliki ÁR 40 og Bliki ÁR 400.
AF FACEBOOK:
Einar Örn Einarsson Þetta var fínn bátur, Reri doldið með Eðvarð Kristjánssyni á þessum bát, en hann átti hann sem VILLI AK 50 og gerði hann út í nokkur ár. Var með 32ja hesta Bukh vél. Hann var mjúkur á móti . Góður kall hann Eddi Kristjáns. Blessuð sé minning hans.
Skrifað af Emil Páli
