22.05.2013 11:10

Húni II og Knörrinn komnir á síðasta viðkomustaðnum í hringferðinni

Í morgun sigldu inn á Siglufjarðar hinir fimmtugu og flottu eikarbátar Húni II EA 740 og Knörrinn og þar með var komið á síðasta viðkomustaðinn í hringferð bátanna sem smíðaðir voru báðir á Akureyri og báðir eftir teikningu Tryggva Gunnarssonar. Raunar hófst hringferðin með því að Húni II sigldi frá Akureyri til Húsavíkur og þar kom Knörrinn í samflotið, sem stóð allan hringinn. Á hringnum hef ég birt myndir af þeim frá fjórum stöðum, þ.e. Neskaupstað, út af Garðskaga, Keflavík og nú frá Siglufirði.




           108. Húni II EA 740, kemur til Siglufjarðar í morgun © myndir Hreiðar Jóhannsson, 22. maí 2013


             306. Knörrinn og 108. Húni II EA 740, á Siglufirði í morgun © mynd Hreiðar Jóhannsson, 22. maí 2013