21.05.2013 18:45
Hafborg KE 99

625. Hafborg KE 99 í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll
Smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1957. Seldur úr landi til Noregs 11. apríl 1995.
Nöfn: Jökull SH 125, Þórir RE 251, Þórður Bergsteinsson SH 3, Jón Sör ÞH 220, Jökull SF 75, Guðmundur Þór SU 121, Hafborg KE 99, Hafborg SK 50, Hafborg SI 200 og Hafborg HF 64.
AF FACEBOOK:
Þorgrímur Ómar Tavsen Ég átti hlut í þessum og var sitt á hvað 2 vélstjóri stýrimaður og skipstjóri á árunum 1983-1986 á línu,Hörpuskel,snurvoð,innfjarðar og úthafsrækju mjög gott sjóskip.
Skrifað af Emil Páli
