21.05.2013 16:30

Tveir stórir plastbátar teknir upp á Gullvagninum í Njarðvík og dregnir til Sólplasts í Sandgerði

Tveir stórir, yfirbyggðir plastbátar munu á næstu dögum verða teknir upp á Gullvagninum í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og dregnir þaðan eftir Sandgerðisveginum til Sólplasts í Sandgerði þar sem endurbætur verða framkvæmdar. Annar þeirra Daðey GK 777 er nú komin í Njarðvík þessara erinda og Pálína Ágústsdóttir GK 1 mun koma fljótlega.


                 2617. Daðey GK 777, að koma inn til Sandgerðis 27. maí 2011


            2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1, á siglingu innan hafnar í Sandgerði, 11. apríl 2013
                                                 © myndir Emil Páll