20.05.2013 18:00

Flakið af Hafborgu GK í ljósum logum

Nýlega birti ég myndir af bátnum brunnum við bryggju í Sandgerði og hér koma myndir af því þegar flakið var brennt undir Vogastapa og því endurtek ég sögu bátsins fyrir neðan þær myndir





              Flakið af 516. Hafborgu GK 99, brennur undir Vogastapa © myndir Emil Páll

Smíðaður í Njarðvík 1946. Dreginn logandi til hafnar í Sandgerði, af Freyr KE 98, eftir að eldur hafði komið upp í bátnum 7 sm. NA af Garðskaga 9. okt. 1974. Talinn ónýtur. Flakið dregið undir Vogastapa 20. okt. 1974 og brennt þar.

Nöfn: Sæfari ÍS 360 og Hafborg GK 99.