20.05.2013 07:45

Þorbjörn II GK 541


                    263. Þorbjörn II GK 541, í Njarðvíkurslipp fyrir xx árum © mynd Emil Páll

 

Af Facebook:

  • Guðni Ölversson Fallegur bátur og mikið aflaskip

     
    Einar Örn Einarsson Synd að þessi flott i skrokkur hafi verið hogginn upp, sé að hann var tekinn af skrá í fyrra og hogginn í Noregi. Átti að breyta honum í farþegabát en fyrirtækið réði ekki við kostnaðinn. Held að síðasta nafn hans hafi verið Eyrún. Afar fallegt skip.

     
    Emil Páll Jónsson Nei, Eyrún hét hér Arney SH 2, síðan Arney KE 50 o.fl. nöfn.

     
    Einar Örn Einarsson Já alveg rétt Emil. Ruglaði þeim saman.
     
    Einar Örn Einarsson En hvað varð af Þorbirni, seinna Gandí og Björg Jónasdóttir ÞH?
     
    Emil Páll Jónsson Saga Þorbjörns II: Smíðanúmer 247 hjá Djupvik Batvarv A/B, Djupvik, Svíþjóð 1964, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Kom til heimahafnar í Grindavík 1. maí 1964. Seldur úr landi til Noregs 11. ágúst 1992 og eftir það er ekkert vitað um bátinn. Hef þó grun um að hann hafi farið eitthvert niður eftir, án þess að hafa það staðferst.

    Nöfn: Þorbjörn II GK 541, Gandí VE 171, Björg Jónsdóttir ÞH 321, Hafsteinn EA 262, Hafsteinn SI 151 og Valeska EA 417.
     
    Einar Örn Einarsson En aftur að Eyrúnu, var hún ekki smíðuð á Íslandi eins og Glófaxi gamli?
     
    Emil Páll Jónsson Eyrún : Smíðanúmer 33 hjá Dröfn hf., Hafnarfirði 1970 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Yfirbyggður 1982. Úreldingastyrkur samþykktur í des. 1994, seldur úr landi til Noregs 30. mars 1995. Breytt í skemmtileiguskip í Osló, Noregi 1995. Seldur síðan í niðurrif hjá Fornaest, Danmörku í okt. 2007.

    Nöfn: Arney SH 2, Arney KE 50, Jón Sör ÞH 330, Frosti II ÞH 220, Eyrún EA 155 og Eyrún.
     
    Einar Örn Einarsson Er með skrána í Maritime Magasin nr4 2013. Eyrun var tekin af norskri skipaskrá samkvæmt því 23. janúar 2013. Veit fyrir víst að hún var í heilu lagi í hitteðfyrra, svo hún var ekki rifin strax.

    Emil Páll Jónsson Veit það fékk mynd af henni frá því í fyrra og þá var hún eins og hún var í Noregi

    Emil Páll Jónsson Sú mynd var frá þeim í Fornaest, í Danmörku og voru þeir þá að reyna að selja bátinn

    Guðni Ölversson Ef þú átt mynd af honum frá Noregi endilega birtu hana. Væri gaman að finna prikið hérna.
     
    Emil Páll Jónsson Ég skal endurtaka sögu hans með öllum myndunum í kvöld.
  •