17.05.2013 16:45

Margrét KÓ, komin á land

Eins og ég sagði frá hér á síðunni fyrir stuttu urðu menn varið við að mikill sjór var kominn í eikarbátinn Margréti KÓ 44, í Sandgerðishöfn. Síðan þá hefur bátnum verið haldið þurrum og gert við skemmdir innanborðs, en í dag var báturinn tekinn á land, svo hægt væri að gera við skrokk bátsins. Ekki voru þó um alvarlegar skemmdir að ræða.






       1153. Margrét KÓ 44, komin upp hafnargarðinn í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 17. maí 2013