16.05.2013 23:46
Steinunn SH, kominn á hilluna
Núna fyrir nokkrum mínútum sá ég að Steinunn SH 167, var að sigla inn Stakksfjörðinn með stefnu á Njarðvík, en eins og menn vita er það árvisst að hún komi á vorin og er í Skipasmíðastöð Njarðvíkur fram á seinnihluta sumarsins. Gárungarnir fyrir vestan segja að hún sé þar með komin á hilluna (geymsluhilluna)
Þar sem ekki var hægt að taka mynd því dimman var búin að taka yfir, í kvöld læt ég nægja að birta þessa mynd úr safni mínu.

1134. Steinunn SH 167 © mynd shipspotting, frode adolfsen , 31. maí 1997
Þar sem ekki var hægt að taka mynd því dimman var búin að taka yfir, í kvöld læt ég nægja að birta þessa mynd úr safni mínu.

1134. Steinunn SH 167 © mynd shipspotting, frode adolfsen , 31. maí 1997
Skrifað af Emil Páli
