16.05.2013 23:00
Baldur KE 97, að koma inn til Sandgerðis og í Keflavíkurhöfn




311. Baldur KE 97, að koma inn til Sandgerðis

311. Baldur KE 97, í Keflavíkurhöfn

311. Baldur KE 97, meðal þó nokkra báta í Keflavíkurhöfn
© myndir Emil Páll
Fyrsti frambyggði fiskibáturinn á Íslandi var Baldur KE 97 sem smíðaður var í Djupvik í Svíþjóð 1961 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.
Eftir um 40 ára útgerð var ákveðið að gera hann að safngrip og var hann því tekin á land í ágúst 2003 og fluttur að smábátahöfninni í Grófinni í Keflavík þar sem hann er varðveittur og til sýnis.
Síðasti útgerðarmaður Baldurs, áður en hann var varðveittur var Nesfiskur í Garði og meðan þeir áttu hann bar hann númerið GK 97, en fram að því hafði hann ávallt verið KE 97 og eftir varðveislu var aftur sett á hann KE 97. Fram að því hafði báturinn að mestu verið í eigu Baldurs hf. í Keflavík.
Skrifað af Emil Páli
