16.05.2013 21:30
Fleiri myndir af komu Skálabergs RE 7 til Reykjavíkur í morgun
Fá skip hafa fengið meiri umfjöllun í formi mynda en Skálabergið sem Brim keypti til landsins, en það hefur legið í Las Palmast nú í nokkra mánuði áður en afráðið var að láta það sigla heim og kom það rétt fyrir hádegi til Reykjavíkur. Raunar sigldi það fram hjá Reykjanesinu um miðnætti í nótt og beið því á Faxaflóa þar til rétti tíminn var kominn, en gefið hafði verið út að það kæmi til heimahafnar í Reykjavík kl. 11.
Þrátt fyrir að hafa fljótlega eftir komu skipsins til höfuðborgarinnar, birt hér tvær myndir teknar af Sigurði Bergþórsson, bæti ég um betur nú og birti myndir frá þeim í Faxagenginu.






2850. Skálaberg RE 7, við Miðbakka í Reykjavík í dag © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 16. maí 2013
Þrátt fyrir að hafa fljótlega eftir komu skipsins til höfuðborgarinnar, birt hér tvær myndir teknar af Sigurði Bergþórsson, bæti ég um betur nú og birti myndir frá þeim í Faxagenginu.






2850. Skálaberg RE 7, við Miðbakka í Reykjavík í dag © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 16. maí 2013
Skrifað af Emil Páli
