16.05.2013 17:45

Katrín VE 47 og Sæbjörg VE 56


           989. Sæbjörg VE 56 og 236. Katrín VE 47, í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll

236.

Smíðanúmer 29 hjá Ödens Mek. Verksted A/S, Trondheimi, Noregi 1963. Yfirbyggður 1987 og 1994. Fór að lokum í brotajárn til Danmerkur í júlí 2008.

Útgerðarfélag Breiðdalsvíkur keypti bátinn í janúar 1999, en gat ekki staðið við útborgun og því átti að rifta kaupum í lok febrúar, en á síðustu stundu gekk Njörður h.f. einn í tilboðið.

Lá frá 2007 við bryggju í Njarðvík með ónýta vél, en 30. júlí 2008, dró Siggi Þorsteins ÍS 123, hann með sér í brotajárn til Danmerkur.

Nöfn: Bergur VE 44, Katrín VE 47, Sindri VE 60, Frigg VE 41, Víkurnes ST 10, Mánatindur SU 359, Dagfari GK 70 og Haukur EA 76.

 

989.

Smíðanr. 45 hjá Kaarbös Mekaniske Verksted A/S í Harstad í Noregi. Þá var skipið það 6. sem stöðin hafði smíðað fyrir íslendinga.  Er skipið kom til landsins 23. júlí 1965, var talið stærsti bátur íslenska síldarflotans. Yfirbyggt Danmörku sumarið 1978.


Skipið bar aðeins þessi tvö nöfn, þ.e. Jón Garðar GK 475 og Sæbjörg VE 56. Rak skipið upp og strandaði og ónýttist í Hornsvík, austan Stokksness 17. des. 1984.