15.05.2013 14:35

Seifur með Sel

Í hádeginu kom dráttarbáturinn Seigur með prammann Sel, að slippbryggjunni í Njarðvikurhöfn. Ekki var förin þó löng, því Selur hefur legið í Njarðvíkurhöfn nú í þó nokkurn tíma, en eins og ég hef sagt frá áður hér á síðunni er hann nú kominn í mikla klössun eftir töluverða útivist, sem m.a. náði til Bretlands og Færeyja. Hófst klössunin raunar á því eins og ég hef líka sagt frá hér á síðunni að húsið af honum var flutt til Hafnarfjarðar þar sem þar átti að sandblása það.

Því miður gerðist það þegar ég sá skipin samhliða á leið að slippbryggjunni, var ég ekki með myndavélina á mér sem gerist örsjaldan, en er ég var búinn að ná í hana var pramminn kominn upp að slippbryggjunni og Seigur aftur inn í Njarðvíkurhöfn og tók því þessar myndir, af þeim.






                       5935. Selur, við Slippbryggjuna í Njarðvik í hádeginu í dag


              2219. Seigur, í Njarðvíkurhöfn, í hádeginu í dag © myndir Emil Páll, 15. maí 2013