15.05.2013 14:00

Sólborg I GK 61 og Sólborg II GK 37 til sölu

Á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði hafa þessir tveir bátar staðið í nokkur, ár en þeir áttu að endurbyggjast sem íhlaupavinna hjá fyrirtækinu, en aldrei hefur orðið af því. Báðir hafa þeir verið skráðir með Sólborgarnafninu þ.e. Sólborg I GK 61 og Sólborg II GK 37. Að sögn Kristjáns Nielsen, hjá Sólplasti eru þeir nú báðir til sölu og gætu selst beinni sölu, eða verið sniðnir að óskum og þörfum kaupenda

Hér koma myndir af báðum bátunum sem teknar voru af þeim þegar þeir komu á svæðið og eins myndir sem ég tók í gær.

1943. Sólborg I GK 61 ex Sigurvin GK 61


                               1943. Sigurvin GK 61, áður en hann skemmdist


                     1943. Sólborg I GK 61 ex Sigurvin kominn til Sólplasts




        1943. Sólborg I GK 61 ex Sigurvin GK 61, á athafnarsvæði Sólplasts í gær, 14. maí 2013

2094. Sólborg II GK 37 ex Ásdís Ólöf SI 23





                  2094. Sólborg II GK 37 ex Ásdís Ólöf SI 23, er báturinn kom til Sólplasts




              2094. Sólborg II GK 37 ex Ásdís Ólöf SI 23, eins og hann leit út í gær, 14. maí 2013

    © myndir Emil Páll, nema er báturinn var á siglingu, ljósmyndari þeirra myndar er ókunnur