14.05.2013 21:25
Svafar Gestsson heimsækir sinn gamla vinnustað
Svafar Gestsson: Í dag lagði ég leið mína í Vilamoura Marina á minn gamla vinnustað Polvo Warersport, sem heitir reyndar Algarve Xcite Warersport til að hitta gamla vinnufélaga og kíkja á bátaflotann sem ég þjónustaði eitt sinn. Ferðamannatraffíkin er að komast á skrið og nóg að gera hjá strákunum.

Mario að leggja í'ann með hóp af bretum

Maður á nokkur handtök í þessum

Einn af fiskibátunum

Þetta eru einhver þau skelfilegustu farartæki sem hafa verið fundin upp og var ég farinn að neita að koma nálægt þessu drasli sem er örugglega uppfinning andskotans.

Einn af fallhlífabátunum

Sölubásarnir og skrifstofan

Þessi var að sóla sig

Villamorra Marina

Villamorra Marina
© myndir og texti, Svafar Gestsson, í dag, 14. maí 2013
