14.05.2013 19:20

Skrúður - mölbrotinn og þar með gjörónýtur, eftir snjórinn hafi ekki verið mokaður úr bátnum í vetur

Fyrir stuttu sýndi ég myndir sem Þorgrímur Ómar Tavsen tók af trillubátnum Skrúð sem afi hans Þorgrímur Hermannsson, smíðaði á Hofsósi árið 1972 og þá var hann á kafi í snjó. Óttaðist Þorgrímur Ómar að báturinn kæmi illa undan snjónum og það voru orð að sönnu. Því nú þegar snjóinn tók upp kom í ljós að báturinn er illa farinn af því að hafa ekki verið mokaður, raunar er hann allur mölbrotinn og því gjörónýtur eins og sést á myndunum hér fyrir neðan.

Meðal annars er birðingurinn brotinn eftir stoð í vagninum stjórnborðsmeginn. Þá er báturinn brotinn niður við kjöl og 2. eða 3ja borð hefur skriðið í sundur.












           5274. Skrúður, á Hofsósi í dag, gjörónýtur vegna þess að snjórinn var ekki mokaður úr bátnum í vetur, eða hann varinn fyrir sjónum © myndir Þorgrimur Ómar Tavsen, 14. maí 2013

AF Facebook:
Þorgrímur Ómar Tavsen  Eitt af því skelfilegasta sem ég hef horft upp á....:-(


Þorgrímur Ómar Tavsen Að fara svona með þennan flotta bát er ófyrirgefanlegt