11.05.2013 18:45

Sjór komst í skip

Um síðustu páska urðu menn varir við það töluverður sjór var kominn um borð í eikarbátinn Margréti KÓ 44, sem lá við hafnargarðinn í Sandgerði. Síðan þá hefur verið unnið að viðgerð á bátnum, en áætlað er að lyfta honum upp á bryggju sennilega á mánudag. Báturinn er í eigu bankastofnunar og er á söluskrá.

Þá var togarinn Berglín GK 300 tekin upp í slipp á Akureyri,í gær,  sökum leka.


                 1153. Margrét KÓ 44, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 4. júní 2013

Smíðaður á Seyðisfirði 1971 og hefur borið nöfnin Sæþór SU, Sæþór SF, Búi EA, Gói ÞH, Viktor EA og Margrét KÓ


                Báturinn við bryggjuna er 1153. Margrét KÓ 44, í Sandgerðishöfn í dag © mynd Emil Páll, 11. maí 2013