08.05.2013 23:15

Hafdís SI 131, sækir gamlan trébát og dregur til Siglufjarðar

Hér sjáum við fyrst Hafdísi SI 131 sigla út úr Siglufirði snemma í dag og síðan þegar hann kemur til baka til Siglufjarðar, en nú með gamlan trébát, sem síðast hét Muggur EA 26


                         7396. Hafdís SI 131, siglir út úr Siglufirði, að ná í bátinn


                                Hafdísin kemur til baka með trébátinn í eftirdragi








                 7396. Hafdís SI 131 og 1186. síðast Muggur EA 26, í dag © myndir Hreiðar Jóhannsson, 8. maí 2013

Smíðaður á Akureyri 1961 og bar nöfnin Bliki EA 12, Jói á Nesi SH 159, Ásgeir ÞH 198, Haförn HU 4, Haförn SU 4, Örn ÍS, aftur Haförn HU 4 og síðan Muggur EA 26. Hefur verið i mörg ár við bryggju á Dalvík, húslaus og nánast eins og sést hér á myndunum.