04.05.2013 17:30
Svafar Gestsson með smáhákarl
Svafar Gestsson: Það er ýmislegt sem slæðist í flottrollið hjá okkur á Adrar annað en hefðbundinn fiskur og má þar nefna t.d. tunglfiska, höfrunga og hákarla, en Þennann smáhákarl fengum við í trollið í morgun. Það var hálfgerður skelfingar og vantrúarsvipur á þeim innfæddu þegar ég lýsti verkunaraðferðum okkar íslendinga á hákarlinum, og kalla þeir þó ekki allt ömmu sína í matartilbúningi og mataræði. Nú telur maður niður dagana fram að fríi en í dag er nákvæmlega vika í frí hjá mér og einum degi betur hjá Einari

Svafar Gestsson með smáhákarl í morgun
Skrifað af Emil Páli
