03.05.2013 18:45

Óríon BA 34 og sá grænlenski

Eins og fram hefur komið í dag og undanfarna daga þá hafa þeir hjá Bláfelli verið að unga út nýjum bátum, en fyrir stuttu var sagt að fjórir nýir yrðu afhentir núna á skömmum tíma. Búið er að sjósetja tvo þeirra, einn er í umboðinu þar sem verið er að setja niður vél og ýmis tæki, en sá fjórði er ennþá hjá Bláfelli og er ástæðan sú að á síðustu stundu var fyrirtækið beðið um að sjá um þætti sem það var ekki með í upphafi. Verður því einhver seinkun á afhendingu hans en þó ekki löng. Auk mynda af þeim báti kemur hér mynd af nýsmíði sem er fyrir grænlendinga, en þar er á ferðinni farþegabátur, eins og áður hefur verið sagt frá, er ég birti teikningu af þeim báti.




                                   7762. Óríon BA 34, hjá Bláfelli á Ásbrú í dag


                                 Smíði farþegabátsins fyrir Grænlendinga er hafin
                                            © myndir Emil Páll, í dag, 3. maí 2013