03.05.2013 23:03
Sæunn GK 10 / Sæunn GK 660 / nafnlaus í dag - er til sölu
Já það eru miklar breytingar á þessum báti, sem hefur verið hjá Bláfelli á Ásbrú undanfarna mánuði, en þeir keyptu bátinn í vetur og eru enn að endurbæta. Birti ég hér myndir af honum undir tveimur skráningu og eins og hann er í dag - Bátur þessi er til sölu, að breytingum loknum.

6917. Sæunn GK 10, í Grindavíkurhöfn, fyrir mörgum mörgum árum © mynd Emil Páll

6917. Sæunn GK 660, í Grindavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 13. okt. 2010

Báturinn tekinn á land í Grindavíkurhöfn © mynd Elías Ingimarsson, 23. jan. 2013

Báturinn kominn á kerru í Grindavíkurhöfn © mynd Elías Ingimarsson, 23. jan. 2013

Kominn að höfuðstöðvum Bláfells á Ásbrú © mynd Emil Páll, 21. feb. 2013



Miklar breytingar á bátnum í dag, miðað við fyrri myndir. Enn á þó eftir að gera mikið við hann áður en hann verður fullkláraður © myndir Emil Páll, 3. maí 2013
