01.05.2013 22:41
Búið að selja Vin GK frá Suðurnesjum
2477. Vinur GK 96, á siglingu © mynd Emil Páll, 2009
Mikill kurr er í ýmsum útgerðaraðilum á Suðurnesjum vegna sölu Landsbankans á Vin GK 96 með kvóta út á land, þrátt fyrir að fjársterkir Suðurnesjamenn úr hópi útgerðarmanna hafi viljað kaupa bátinn og halda honum eða a.m.k. kvótanum í heimabyggð. Samkvæmt AIS var bátnum í dag siglt vestur á Grundarfjörð, en fyrir nokkrum dögum var báturinn og kvótinn auglýstur til sölu af þeim aðila sem keypti hann af bankanum.
Skrifað af Emil Páli
